Aðsent efni

Sólon myndlistarfélag

Sólon myndlistarfélag var formlega stofnað af áhugalistamönnum frá Skagafirði og nágrenni í byrjun ársins 2011. Þá höfðu stofnfélagar þegar haldið saman tvær samsýningar í Sæluviku á Sauðárkróki, árin 2009 og 2010. Fyrsta sýningin, “Litbrigði Samfélags”, var verkefni Pálínu Óskar Hraundal, útskriftarnema í ferðamálafræði frá Hólaskóla, og fékk hún til hennar styrk frá Menningarráði Norðurlands Vestra en sú sýning markaði í raun upphaf samstarfs listamannanna í Sólon.
Meira

Velkomin heim að Hólum

Með stolti og gleði bjóða Skagfirðingar Landsmót hestamanna 2016 velkomið heim að Hólum. Skagafjarðarsýsla keypti Hóla 1881 og stofnaði þar bændaskóla á hinu forna biskups- og menntasetri Norðlendinga um aldir. Fyrir mig sjálfan er þessi stóratburður, Landsmót hestamanna heima á Hólum einkar ánægjulegur.
Meira

Andri Snær, Stephan G. Skagfirðingar

Þegar ég ritaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar vandi ég ferðir mínar í Skagafjörð, kynntist sögu héraðsins og ágætum Skagfirðingum. Síðan hefur mér verið hlýtt til héraðsins. Það hefur lengi loðað við ímynd Skagfirðinga að þeir séu djarfmæltir gleðimenn og hreinskilnir, þori að segja það sem segja þarf. Eitt þekktasta ljóð Stephans G. er Fjallið Einbúi og mörgum eru þessar ljóðlínur tamar: „Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd, / og hreinskilnin klöppuð úr bergi.“ (Andvökur I 378)
Meira

Íslenskur júní

Takk fyrir, það er fátt sem sameinar þjóðina betur en íþróttaafrek á erlendri grund, nema kannski náttúruhamfarir hér heima fyrir. Þá brýst fram tilfinningaveran sem blundar undir hörðum skráp sem aldagömul tilvera hefur búið okkur, og það má.
Meira

Forsetakosningar 2016

Fyrir þessar kosningar hefur verið óvenjulega mikið talað um óskýrar reglur varðandi stöðu forseta Íslands. Í minni vitund hefur það aldrei verið neitt vafamál að honum er ætlað það hlutverk, sem þjóðkjörnum fulltrúa, að vera fulltrúi þjóðarinnar allrar og öryggisventill gagnvart óhyggilegum lagasetningum flokkspólitískra meirihluta afla á þingi, eða öðrum varhugaverðum ákvörðunum stjórnar, sem orkað geta tvímælis og þjóðin öll á að fá að greiða atkvæði um áður en gert er að lögum.
Meira

Að segja eitt og gera allt annað

Á síðustu árum hefur Framsóknarflokkurinn gefið hástemmd loforð um veigamiklar úrbætur í húsnæðismálum. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur gengið þar fremst og lofað m.a. afnámi verðtryggingar, lækkun byggingakostnaðar um 10%, bæta stöðu ungs fólks og leigjenda, auk þess að efla hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Meira

Af hverju Píratar?

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru: 1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða.
Meira

Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi

Búvörusamningur og tollasamningurinn við Evrópusambandið eru til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Hægt er að gagnrýna báða þessa samninga út frá mörgum sjónarmiðum. Eins og komið hefur fram hefur tollasamningurinn ekki verið unninn í neinu samráði við bændur, aðra hagsmunaaðila, neytendur eða aðra flokka en þá flokka sem sitja í ríkisstjórn.
Meira

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í morgun fór fram opinn fundur um húsnæðismál. Þar voru húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra til umræðu. Á fundinum fór undirrituð yfir þær breytingar sem nefndarmenn velferðarnefndar hefur gert á frumvörpunum og almennt yfir stöðu málanna í nefndinni.
Meira

Góðan daginn Íslandspóstur

Mig langar að leggja inn formlega kvörtun yfir póstþjónustunni á landsbyggðinni. Við búum útí sveit rétt hjá Varmahlíð og Sauðárkrók og hér er ekki lengur keyrður út póstur alla virka daga heldur einungis 3 daga vikunnar aðra vikuna og 2 hina vikuna.
Meira