Nemendur Húnaskóla fóru í vettvangsferð í Blöndustöð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.03.2024
kl. 11.58
Þann 11. mars sl. fóru nemendur níunda og tíunda bekkjar ásamt náttúrufræði kennurum sínum í vettvangsferð upp í Blöndustöð í blíðskaparveðri. Í frétt á heimasíðu Húnaskóla á Blönduósi segir að markmið ferðarinnar hafi verið að tengja námsefni um rafmagn og segulmagn, sem nemendur hafa verið að vinna í, við nánasta umhverfi og gefa þeim kost á að sjá með eigin augum hvernig rafmagn er framleitt.
Meira