A-Húnavatnssýsla

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Eldað með Air fryer

Nú ætlar Feykir að mæla með nokkrum Air fryer uppskriftum því annað hvort heimili er komið með svona snilldar græju. En það eru samt margir hræddir við að nota hann svona fyrst en það er um að gera að láta vaða og prufa sig áfram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Air fryer lofsteikingarpottur sem er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti, fyrst og fremst hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Meira

Húnvetningar sóttu þrjú stig í Sandgerði

Lið Kormáks/Hvatar sótti þrjú stig suður með sjó í gærkvöldi en þá mættu þeir botnliði Reynis Sandgerði í afar mikilvægum leik í botnbaráttu 2. deildar. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru eitt mark um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þar sem sterk vörn Húnvetninga hélt vatni og vindum. Lokatölur 0-1.
Meira

Keyrt yfir Blönduós á torfærubíl í kvöld

Á morgun, laugardaginn 20. júlí, fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í torfæru við Kleifarhorn á Blönduósi. Um er að ræða svokallaða Jón og Margeir torfæru og hefjast leikar kl. 11:00 og stendur í um sex tíma samkvæmt auglýstri dagskrá Húnavöku. Í kvöld kl. 19 stendur til að torfærubíll aki yfir Blönduós – það er að segja ós Blöndu.
Meira

Samgöngusafnið í Stóragerði 20 ára og þér er boðið í afmæli á morgun

Þann 26. júní náði Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði merkum áfanga en þá voru liðin 20 ár síðan safnið var formlega opnað. Það var gert af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitarstjóra Skagafjarðar. Þegar safnið opnaði fyrst var salurinn aðeins 600 fm með lítilli gestamóttöku en á þessum 20 árum hefur mjög margt breyst. Bæði sýningarsalurinn og gestamótttakan hafa stækkað umtalsvert ásamt því að sýningargripunum hefur fjölgað mikið. Það eru nefnilega alltaf að koma ,,nýjar vörur" eins og þeir bræður, Jónas Kr. Gunnarsson og Brynjar Morgan Gunnarsson segja oft á Facebook-síðunni hjá safninu.
Meira

Kerfisbilun hjá Landsbankanum

Á Facebook-síðu Landsbankans segir að vegna kerfisbilunar sé truflun á ýmsum þjónustuþáttum bankans. Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim. Eins og stendur er hvorki hægt að skrá sig inn í appið né netbankann. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Landsbankanum á Facebook-síðunni þeirra.
Meira

Strandveiðinni lauk á þriðjudaginn

Síðasti dagur strandveiða var á þriðjudaginn en í ár var heimilt að veiða 12.000 tonn af þorski á handfæri frá 2. maí og átti tímabilið að standa út ágúst. En samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu standa eftir 103 tonn af óslægðum. Rúmlega 380 tonnum var landað á síðasta degi og miðað við fyrirliggjandi gögn hefði umframafli geta orðið talsverður ef lokun strandveiða hefði ekki orðið, segir á ruv.is. 
Meira

Húnavakan er eins og Volvo

Sara Lind Kristjánsdóttir býr ásamt Kristófer Loga syni sínum á Melabraut á Blönduósi. „Fluttum þangað í nóvember á síðasta ári. Annars er ég með annan fótinn á Hvammstanga þar sem Logi kærasti minn býr ásamt börnunum hans, Herdísi Erlu og Ými Andra. Ég starfa sem félagsmálastjóri Austur-Húnavatnssýslu og hef gert síðan í ágúst 2016,“ segir Sara Lind.
Meira

Signý í Landsbankanum á Skagaströnd ætlaði varla að þekkja sjálfa sig

Landsbankinn á Skagaströnd er fluttur úr Höfða yfir í Túnbraut 1-3. Við tiltektina í gamla útibúinu fann Signý Ó. Richter, þjónustustjóri bankans, gamla mynd af sér. „Ég ætlað varla að þekkja mig á myndinni,“ segir Signý og hlær dátt. Til gamans ákvað hún að taka aðra mynd á sama stað, um 30 árum síðar. Svona líður tíminn…
Meira

Húnabyggð auglýsir eftir forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands

Húnabyggð auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Húnabyggðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista sveitarfélagsins fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust segir á heimasíðu Húnabyggðar.
Meira