A-Húnavatnssýsla

,,Byrjaði að prjóna þegar vinkona mín var ófrísk af sínu fyrsta barni,,

Berglind Ösp býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Fannari Loga Kolbeinssyni og syni þeirra, Erni Inga. Berglind hefur verið að prjóna í nokkur ár.
Meira

Ingólfur Arnarson sestur í helgan stein

Á vef fisk.is segir að Ingólfur Arnarson bátsmaður á Arnari HU1 hefur lagt pollabuxurnar á hilluna eftir áratuga starf á sjónum. Ingólfur byrjaði á sjó á Drangey SK1 árið 1986 þaðan fór hann yfir á Hegranesið og svo á Skagfirðing. Lengst af gegndi Ingólfur starfi bátsmanns á Málmey SK1 en eftir að henni var breytt í ísfisk árið 2014 hóf hann störf á Arnari HU1.
Meira

Styttist í að FoodSmart Nordic haldi á fjárfestihátíð Norðanáttar

Nú fer að styttast í fjárfestahátíð Norðanáttar sem haldin verður á Siglufirði þann 20. mars nk. Þar munu stíga á stokk átt fyrirtæki en eitt af þeim er fyrirtækið FoodSmart Nordic sem framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Hráefnin sem þau nota koma úr nærumhverfinu sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið og er það staðsett á Blönduósi og verður gaman að sjá hvernig þeim á eftir að ganga. 
Meira

Stórleikur í Síkinu seinnipartinn í dag - skyldumæting!

Í dag kl. 18:00 fer fram mjög mikilvægur leikur í Síkinu þegar Stólastúlkur mæta Hamar/Þór Þorlákshöfn. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í vetur og eru nú í toppbaráttunni í 1. deildinni og þurfa þær á öllum þeim stuðningi sem hugsast getur fyrir þennan leik. það er því skyldumæting í Síkið fyrir alla þá Tindastóls aðdáendur sem geta klappað og örkrað á stelpurnar þeim til stuðnings. 
Meira

Húnaþing vestra undirritar samkomulag um aukna uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, hafi undirritað, þann 14. mars sl., samkomulag um að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélag Húnaþings vestra á tímabilinu 2024-2029 og fjármagna uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði.
Meira

Stella í orlofi í Höfðaborg

Unglingastig Grunnskólans austan Vatna setur á sviðið í Höfðaborg Stellu í orlofi föstudaginn 15.mars kl.18:00.
Meira

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Helgustaðir í Unadal

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. febrúar 2024 unnin af VSÓ Ráðgjöf.
Meira

Stafræn leiðsögn um Þrístapa og Villa Nova

Sýndarveruleiki ehf. á Sauðárkróki vinnur nú að verkefni sem felst í frekari tilraunum á virkni þeirra tæknilausna sem þróaðar hafa verið innan vébanda Sýndarveruleikans undanfarin ár. Er það ætlað að lengja dvalartíma ferðafólks á svæðinu með tilheyrandi margfeldisáhrifum í ferðaþjónustu. Var þetta eitt af verkefnunum sem fengu stuðning frá Uppbyggingasjóði SSNV í byrjun janúar að upphæð 2.500.000 kr. 
Meira

LEIKDAGUR!!

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er biðlað til ykkar kæra stuðningsfólk að allir eigi að vera búnir að finna til kúrekahattinn og pressa Tindastólsbolinn því að í kvöld er leikdagur.
Meira

Fundinum um forystufé frestað til 7.apríl

Ákveðið hefur verið útaf slæmri veðurspá að fresta fundinum sem vera átti næstkomandi sunnudag 17.mars til sunnudagsins 7. apríl. Allt annað er óbreytt. „Áhugafólk um forystufé úr öllum áttum mætir, hefur gaman saman og spjallar um (forystu-)heiminn og geiminn. Ekki síst um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Við skoðum fé, hlustum á sögur, deilum reynslu, spyrjum spurningar og fræðumst á skemmtilegan hátt!“
Meira