Söguganga í Vatnsdalshólum
Söguganga eftir gamla þjóðveginum í gegnum Vatnsdalshólana, sem var aflagður sem þjóðbraut 1937, verður farin laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Þessi vegur var opnaður sem gönguleið síðasta sumar og er hægt að fara út í Þrístapa við landamerkin efst í Hólunum.
Dóra í Vatnsdalshólum talar um og lýsir landslagi sögu ættar hennar á jörðinni, þjóðsögum og fleira. Lagt verður af stað frá planinu við Listakot Dóru klukkan 10.00 og má áætla að Sögugangan taki um tvo og hálfan tíma. Þetta er fjögurra kílómetra ganga fram og til baka.
Sögugangan verður líka farin á Vatnsdæluhátíðinni helgina 16.-18. ágúst. Í september verður líka ganga í tengslum við verkefnið Myrkurgæði þar sem gönguförin endar í rökkri og vonandi verður stjörnurbjart. Nánari dagsetning verður kynnt síðar.
Þemasýningin Flóabardagi er ennþá í gangi og verður fram í byrjun September. Kerti kort og málverk og margt fleira í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum. Opið alla daga nema mánudaga frá kl 13.00–18.00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.