Tvö ný listaverk á Norðurstrandarleið

Hér má sjá nýja listaverkið á Skagaströnd, myndarammi með Þórdísi spákonu. Mynd tekin af heimasíðunni northiceland.is
Hér má sjá nýja listaverkið á Skagaströnd, myndarammi með Þórdísi spákonu. Mynd tekin af heimasíðunni northiceland.is
Feykir sagði frá því, fyrir viku síðan, að nýtt listaverk væri komið upp á Sauðárkróki en nú hafa verið sett upp ný listaverk á Skagaströnd og á Hvammstanga. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi. Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni.
 
Ástæðan fyrir þessu listaverkum er til að efla enn frekari áhuga og kynna Norðurstrandarleiðina. Þessi leið er orðin vel þekkt hér á Íslandi og erlendis og dregur að sér ferðamenn, sem vilja ferðast utan alfaraleiðar, fara hægar yfir og dvelja lengur á því svæði sem leiðin nær yfir. Verkefnið var unnið í samstarfi við Ferðamálasamtök Norðurlands vestra, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
 
Feykir óskar hér með eftir mynd af listaverkinu á Hvammstanga sem mætti birta með þessari frétt fyrir áhugasama.  
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir