A-Húnavatnssýsla

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

Vatnavextir og skriðuföll á Norðurlandi vestra

Óvenju mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi síðustu tvo daga og regninu hafa fylgt vatnavextir og skriðuföll. Feykir sagði frá því í gær að Siglufjarðarvegi hefði verið lokað milli Ketiláss og Siglufjarðar og er hann enn lokaður. Skriða féll í Hofsá rétt ofan göngubrúarinnar á Hofsósi og skriður hafa fallið á Reykjaströnd og í Vatnsdal.
Meira

Hátt í helmingi fleiri laxar veiðst í Miðfjarðará í ár en í fyrrasumar

Húnahornið segir frá því að Miðfjarðará ber höfuð og herðar yfir húnvetnskar laxveiðiár en síðustu sjö daga hafa veiðst rúmlega 210 laxar í ánni á tíu stangir, sem samsvarar þremur löxum á stöng á dag. Heildarveiðin er komin í 1.701 lax en á sama tíma í fyrra var hún um 890 laxar og vikuveiðin 107 laxar. Líklega mun veiði í ánni tvöfaldast í sumar miðað við fyrrasumar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins en fyrir ofan hana eru Þverá/Kjarrá með 1.909 laxa og Ytri-Rangá með 2.536 laxa.
Meira

Smalahundakeppni í Vatnsdal um helgina

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda nú um helgina og fer keppnin fram á Ási í Vatnsdal. Keppt verður í unghundaflokki, A-flokki og B-flokki. Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag.
Meira

Farskólinn óskar eftir umsóknum frá bændum/smáframleiðendum til að sækja Terra madre matarhandverkssýningu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra í samstarfi við ERASMUS+, styrkjaáætlun ESB, mun fara í ferð til Ítalíu á Terra madre matarhandverkssýninguna, sem haldin verður 26.-30. september, með allt að 20 þátttakendur. Forgang í ferðina hafa þeir bændur/smáframleiðendur sem hafa verið að framleiða vörur og sækja námskeið Farskólans á undanförnum misserum og árum og hafa sýnt að þeim er alvara í því að þróa og selja vörur af svæðinu.
Meira

Gul veðurviðvörun til miðnættis í kvöld

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og víðar en á vedur.is segir að talsverð eða mikil rigning sé, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Veðurviðvörunin gildir til miðnættis í kvöld og mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í STARTUP STORMUR

Á vef SSNV segir frá því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.
Meira

Stefnt að opnun Blönduósflugvallar um mánaðamótin

Framkvæmdir við Blönduósflugvöll eru nú í fullum gangi en samkvæmt upplýsingum Feykis er stefnt á að völlurinn opni á ný nú um mánaðamótin ágúst september. Þá verður búið að taka malarlag af vellinum og setja klæðningu á flugvöllinn og flughlaðið.
Meira

Vonir um sólskin í næstu viku – en fyrst rignir

Veðrið hefur ekki farið á neinum sérstökum gleðikostum síðasta mánuðinn hér á Norðurlandi vestra og fáir dagar sem hafa fært fólki sanna sumargleði. Eitthvað virðast þó horfur vera betri framundan og sólin óvenju oft í veðurkortum næstu viku og talsverðar líkur á að hitastigin gæli við tveggja stafa tölur til tilbreytingar. Fram að helgi munu veðurguðirnir þó láta vatnsdæluna yfir okkur ganga og vinda yfir okkur síðustu dropana í bili um helgina.
Meira

Stefnir í naglbíta í botnbaráttu 2. deildar

Það var mikilvægur leikur í neðri hluta 2. deildarinnar í knattspyrnu á Blönduósi í gær en þá tók Kormákur/Hvöt á móti liði Ægis úr Þorlákshöfn. Fyrir leik voru heimamenn sæti og stigi ofar en lið Ægis en nú þegar langt er liðið á tímabilið er hvert stig dýrmætt í botnbaráttunni. Það voru því miður gestirnir sem gerðu eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skelltu sér upp fyrir Húnvetninga í deildinni og talsverð pressa nú komin á lið Kormáks/Hvatar.
Meira