Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís og listamannalaun 2024

Auglýst er eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165.

Umsóknafrestur í Sviðslistasjóð Rannís rennur út klukkan 15:00, þriðjudaginn 1. október 2024, og eru umsækjendur hvattir til þess að skila umsóknum tímanlega. Hér getur þú lesið nánar um Sviðslistasjóð.

Opið er fyrir umsóknir um listamannalaun 2024. Á vef listamannalauna finnur þú umsóknarform, matskvarða, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrslna. Umsóknarfrestur rennur út kl. 15:00, þriðjudaginn 1. október 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir