Mikil stemmning á Landshlutamóti unglingadeilda á Norðurlandi

Myndir tekin á Landshlutamótinu. Ljósm. Gunnar Þorleifs.
Myndir tekin á Landshlutamótinu. Ljósm. Gunnar Þorleifs.

Unglingadeildin Trölli stóð fyrir landshlutamóti fyrir unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjörg á Norðurlandi um miðjan ágúst. Mótið fór fram á Hofsósi og stóð frá fimmtudegi til laugardags. Þangað mættu um 30 unglingar auk 15 umsjónarmanna úr fjórum unglingadeildum og var keppt í alls konar þrautum og leikjum. 

Landshlutamót eru haldin annað hvert ár í hverjum landshluta fyrir sig en hitt árið fer fram Landsmót unglingadeilda sem haldið er til skiptis í hverjum fjórðungi fyrir sig. Unglingadeildin Trölli er starfrækt undir Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki. Um og yfir 30 unglingar sækja unglingastarfið hvern vetur og sem stendur státar sveitin af hvorki meira né minna en sjö umsjónarmönnum sem sinna unglingastarfinu. Þeir tóku þungann af skipulagningu mótsins sem tókst einstaklega vel.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir