Húnvetnskur bóndi fluttur suður með sjúkraflugi í kjölfar vinnuslyss

MYND AF SÍÐU LÖGREGLUNNAR
MYND AF SÍÐU LÖGREGLUNNAR

Sagt var frá því í fjölmiðlum í dag að bóndi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur til aðhlynn­ing­ar eft­ir að hafa orðið fyr­ir efna­bruna eft­ir stíflu­eyði. Mbl.is segir að slysið hafi átt sér stað fyr­ir utan sveita­bæ bónd­ans, ekki langt frá Skaga­strönd, fyr­ir há­degi í dag.

„Hann er að vinna með stíflu­eyði í ein­hverri lögn fyr­ir utan hjá sér. Svo er eins og eitt­hvað springi á móti hon­um og fari yfir hann,“ seg­ir Pét­ur Björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, í sam­tali við mbl.is.

Pét­ur gat ekki sagt til um ástand manns­ins, en tók fram að efnið hefði verið æt­andi.

Sem fyrr segir var maðurinn fluttur siður með sjúkraflugi en þetta mun vera í níunda skipti sem sjúkraflugvél hefur lent á Blönduósflugvelli frá því að flugvöllurinn vat tekinn í notkun á ný í haust eftir viðgerðir. Sökum vætutíðar í haust er mönnum til efs að unnt hefði verið að lenda á vellinum í öllum tilfellum ef hann hefði ekki verið lagfærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir