A-Húnavatnssýsla

Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl

Rétt í þessu kom tilkynning á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þess efnis að Þverárfjallsvegur (73) væri  lokaður vegna eldsvoða í bíl. Unnið er að slökkvistarfi og rannsókn á vettvangi. Óvíst er hvenær vegurinn opnar aftur.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira

Eyjólfur Ármannsson í oddvitasæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Meira

Skandall sigraði Viðarstauk annað árið í röð

Hljómsveitin Skandall gerði sér lítið fyrir og sigraði í Viðarstauk sem haldinn var í 41. sinn nú á dögunum. Viðarstaukur er hljómsveitarkeppni innan Menntaskólans á Akureyri en hljómsveitin Skandall er að mörgu leyti óvenjuleg; ekki einungis er hún skipuð fimm stúlkum sem stunda nám í MA heldur eru þrjár þeirra úr Austur Húnavatnssýslu og ein þeirra spilar á flautu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir aðalsöngkonu Skandals, Ingu Rós Suska.
Meira

Ný brunavarnaáætlun Skagafjarðar tekur gildi

Skagafjörður samþykkti þann 23. október síðastliðinn nýja brunavarnaáætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára og er þetta önnur stafræna brunavarnaáætlun landsins. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig er hún birt á vef HMS.
Meira

Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira

Leikfélagið á Blönduósi 80 ára

Leikfélagið á Blönduósi heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag klukkan 13-17 með viðburði í Félagsheimili Blönduóss.
Meira

Mjög skiljanleg umræða um EES | Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Meira