Gul viðvörun í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2020
kl. 09.24
Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Meira