A-Húnavatnssýsla

Ratsjáin í loftið á ný - nú samtengd á landsvísu

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
Meira

Dregið úr samkomutakmörkunum á morgun

Á morgun taka gildi nýjar reglur yfirvalda vegna Covid ástandsins þar sem greina má tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Þær helstu eru að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný, í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25 og hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns.
Meira

25 manns mega vera í sama rýminu í framhaldsskólum landsins frá og með næsta miðvikudegi

Næstkomandi miðvikudag verður slakað á reglum yfirvalda í sóttvarnaráðstöfunum í framhaldsskólum landsins þegar leyfilegur hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými fer úr 10 í 25 manns. Regla um minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks verður áfram í gildi en ef ekki er hægt að halda lágmarksfjarlægð ber nemendum og starfsfólki að nota grímur.
Meira

Það hefur sýnt sig að við getum sýnt mikla samstöðu

Sigfús Ingi Sigfússon í Syðri-Gröf er sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, fjölmennasta sveitarfélaginu á Norðurlandi vestra. Auk þess að gegna starfi sveitarstjóra stundar Sigfús Ingi einnig búskap með nokkrar ær, naut og hross.„Það sem er erfiðast við faraldurinn er auðvitað þessi miklu áhrif sem hann hefur haft á daglegt líf fólks og langvinn áhrif á sum þeirra sem hafa veikst, svo ekki sé talað um að of margir hafa látið lífið af hans völdum,“ segir Sigfús Ingi meðal annars.
Meira

„Alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð“

Nú í vikunni munu um 700 heimili í Reykjavík og Reykjanesbæ fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands en maturinn er gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS. „Þetta er mjög stór send­ing mat­væla sem verður dreift í Reykja­vík á mánu­dag og þriðju­dag og í Reykja­nes­bæ á miðviku­dag og fimmtu­dag. Þetta verður alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar.
Meira

Er þörf á almenningssamgöngum á vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um vinnu við skoðun á fýsileika þess að koma á fót almenningssamgöngum a vinnusóknarsvæðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Rafræn hátíðarhöld á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember og verður fagnað með fjölbreyttum hætti um land allt. Hátíðarhöld og verðlaunaafhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar verða þó með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana. Hátíðardagskrá ráðuneytisins verður miðlað með streymi en þau munu fara fram í Hörpu kl. 16 hvar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp og tilkynnir um verðlauna- og viðurkenningarhafa Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.
Meira

Vill sjá aukin framlög inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Sveitarstjóri Blönduósbæjar er Valdimar O Hermannsson og hann svaraði góðfúslega spurningum Feykis um stöðu og horfur sveitarfélagsins á tíma heimsfaraldurs. Valdimar tók við stöðu sveitarstjóra á Blönduósi að loknum kosningum sumarið 2018. Líkt og aðrir sveitarstjórar og oddvitar sem svöruðu Feyki þá segir Valdimar að besta almenna aðgerð ríkisins gagnvart sveitarfélögunum væru aukin framlög inní Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Er eins og við flest

Þórhildur María er matgæðingur af líf og sál en hún sá um matarþáttinn í tbl. 40 í Feyki núna í október. Þórhildur eða Tóta eins og hún er kölluð finnst fátt skemmtilegra en að smakka mat og prufa nýja rétti. „Ég gef mér samt oft of lítinn tíma til að elda heima og er bara eins og við flest, eldamennskan má helst ekki taka neinn tíma, kvöldmaturinn þarf helst að vera klár á 20 mínútum og max 40 mínútur þá með frágangi í eldhúsinu. En ef við ætlum að gera hlutina frá grunni taka þeir bara aðeins lengri tíma. Ég ætla að gefa ykkur hér tvær mjög ólíkar uppskriftir sem er gott að njóta á haustin. Haustið er tími sem við viljum heita rétti sem ylja og veita ánægju,“ segir Tóta.
Meira

Sendibíll fullur af góðgæti

Það hafa eflaust margir, sem fylgjast með Vörusmiðju BioPol á Facebook, orðið varir við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra þar sem þeir hafa verið áberandi síðustu vikurnar eftir að sérútbúinn sendibíll fór á flakk með vörurnar þeirra í þeim tilgangi að selja þær. Þetta flotta verkefni sem kallast Smáframleiðendur á ferðinni virkar þannig að sá aðili sem er að framleiða afurð getur boðið upp á hana í þessum bíl sem staðsettur er í tiltekinn tíma á nýjum og nýjum stað (nokkra daga í röð) á Norðurlandi vestra. Áhugasamir geta svo komið og keypt vörur frá smáframleiðendum á þessum fyrirfram ákveðnu stöðum eða til að sækja það sem pantað var í gegnum netverslunina hjá vorusmidja.is
Meira