A-Húnavatnssýsla

Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!

Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Meira

Síðasti séns að styrkja sitt félag gegnum Sportpakka Stöðvar 2

Áskrifendur Sportpakka Stöðvar 2 geta látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu áskriftar að sjónvarpsrásinni til 1. júní 2021 en hægt er að velja það íþróttafélag sem hver og einn vill styrkja en áskrift kostar 3.990 kr. á mánuði. Tilboðið rennur út í dag.
Meira

3,1% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra í september

Húnahornið segir frá því að skráð atvinnuleysi í almenna bótakerfinu í september hafi verið minnst á Norðurlandi vestra eða 3,1% samkvæmt nýju yfirliti Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi á landinu öllu var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.
Meira

FNV fær titilinn Fyrirmyndarstofnun 2020

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í 3. sæti í könnun Sameykis á Fyrirmyndarstofnunum árið 2020 í flokknum Stofnun ársins með 50 starfsmenn eða fleiri. Skólinn hlýtur fyrir vikið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Fram kemur á heimasíðu FNV að starfsfólk skólans sé „soldið pínu stolt“ eins og sagt er upp á hreinræktaða króksku.
Meira

Ungt Framsóknarfólk styður forsætisráðherra Finnlands vegna fatavals

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sem núna sætir mikilli gagnrýni þar sem hún er sökuð um að hafa ekki hegðað sér í samræmi við embættið. Segir í tilkynningu SUF að margur gæti haldið að gagnrýnin stafi af brotlegri hegðun hennar í starfi, óviðeigandi ummæla eða illa unnum störfum en svo er ekki raunin.
Meira

Smituðum fækkar á Norðurlandi vestra

Alls voru skráð 81 innanlandssmit sl. sólarhring og sitja nú alls 1.170 í einangrun vegna Covid-19 og 3.035 í sóttkví. Á Norðurlandi vestra greindist ekkert smit og fækkaði um einn í einangrun og þrjá í sóttkví frá síðustu færslu aðgerðarstjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra er aðeins einn í einangrun, sem er náttúrulega einum of mikið, og tveir í sóttkví og segir í færslu aðgerðarstjórnarinnar vonast sé að gengið á svæðinu muni halda áfram á þann veg. „Það er ljóst að samtaka getum við það. Munum sóttvarnaráðin!“
Meira

Leggja fram sambærilega þingsályktunartillögu og Stefán Guðmundsson gerði fyrir hartnær 30 árum

Þingflokkur Pírata og Framsóknarþingmennirnir Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir kalla eftir því að Ísland setji sér, í fyrsta sinn í sögunni, opinbera iðnaðarstefnu. Að þeirra mati má aukin áhersla á nýsköpun, loftslagsmál, sjálfbærni og framleiðni sín lítils án slíkrar stefnu til framtíðar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag.
Meira

39

Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt. Tilgangurinn með því að birta tölu sjálfsvíga á Íslandi á síðasta ári er fyrst og fremst að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilbrigðis. Þannig má auka umræðu um geðheilsu og orsakaþætti hennar og þannig stuðla að framförum. Sjálfsvíg eru staðreynd sem samfélög þurfa að lifa með en þeim á ekki að fylgja skömm og/eða afneitun. Skynsamlegra er að horfast í augu við þau, viðurkennum en reynum jafnframt að koma í veg fyrir þau og draga úr tíðni þeirra. Leiðin til þess er að bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum.
Meira

Stólastúlkur áberandi í Feyki vikunnar

Í tilefni glæsilegs árangurs kvennaliðs Tindastóls í fótbolta í sumar er Feykir vikunnar undirlagður viðtölum og umfjöllunum um ævintýri litla félagsins á Króknum. Að sjálfsögðu er annað bráðgott efni líka og dugar ekki minna en 16 síður þessa vikuna. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Húnaþingi setti á sig svuntuna og er matgæðingur vikunnar og býður upp á spennandi lambafille sem fyrsta rétt og svo kjötsúpu fyrir hálft hundrað manns. Í leiðara eru smá hugrenningar um nýja stjórnarskrá og gamla, fréttir á sínum stað og afþreying.
Meira

Snjallmenni tekið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir.
Meira