A-Húnavatnssýsla

Það mun reynast erfitt að fjármagna lögbundin verkefni

Oddviti Akrahrepps er Hrefna Jóhannesdóttir sem auk þess er skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt ríkisins, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum. Hún svaraði spurningum Feykis um stöðu Akrahrepps og framtíðarhorfur á tímum COVID-19. Hrefna segir að það muni reynast mörgum sveitarfélögum erfitt að fjármagna lögbundin verkefni og kallar eftir auknum fjármunum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Útsvarstekjur lækkuðu um 15,5% fyrstu sex mánuði ársins

Feykir sendi sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra nokkrar spurningar tengdar stöðu þeirra og horfum á þessum sérstöku tímum sem við lifum. Fyrst til að svara var Dagný Rósa Úlfarsdóttir í Skagabyggð en auk þess að gegna starfi oddvita Skagabyggðar er Dagný Rósa kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd.
Meira

Matarsending sem lífgar heldur betur upp á tilveruna

Framtak þeirra Björns Þórs Kristjánssonar og Söndru Kaubriene, sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi, hefur mælst vel fyrir hjá bæjarbúum en þau hafa sent öllum Blönduósingum 70 ára og eldri frían kvöldmat heim að dyrum. Gullborgararnir Hlynur og Silla eru yfiir sig hrifin og senda hjartans þakkir til Björns Þórs og Söndru.
Meira

Byggja upp öfluga miðstöð textíls á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi tekur þátt í stóru Evrópuverkefni, CENTRINNO, undir áætluninni Horizon 2020, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Það er ætlað til þriggja og hálfs árs og hófst 1. september sl. Á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar segir að verkefnið snúist um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni.
Meira

Endurskoðun hafin á reglum um riðu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis. Segir á vef stjórnarráðsins að nú sé unnið að nánari skilgreiningu og afmörkun verkefnanna í verkþætti.
Meira

Átta í einangrun og einn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Alls greindust 26 innanlandssmit sl. sólarhring og eru nú 542 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19. Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi vestra en átta manns eru enn í einangrun, sex í Skagafirði og tveir á Hvammstanga. Frá mánudegi fækkaði í sóttkví á svæðinu úr sex niður í einn.
Meira

B&S sendir öllum 70 ára og eldri frían kvöldmat

Hjónin Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi ákváðu nýverið að bjóða öllum Blönduósingum 70 ára og eldri að fá frían kvöldmat heim að dyrum. Á Húni.is kemur fram að á boðstólum séu íslenskar lambakótelettur í raspi með öllu tilheyrandi.
Meira

Þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu í sjónmáli

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Með slíkum viðræðum er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum.
Meira

Kristín ráðin í starf menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa á Blönduósi

Krístín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf hjá Blönduósbæ sem auglýst hefur verið að undanförnu en það er starf Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Hún starfar nú sem launafulltrúi á skrifstofu Blönduósbæjar og mun sinna því starfi þar til nýr launafulltrúi hefur verið ráðinn en hún mun formlega taka við hinu nýja starfi um næstu áramót.
Meira

Þrír nýir doktorar tengdir Háskólanum á Hólum

Nýlega fóru fram þrjár doktorsvarnir við Háskóla Íslands sem áttu það sammerkt að doktorsefnin tengdust Háskólanum á Hólum. Þetta voru þær Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Agnes-Katharina Kreiling en þær eiga þaðsameiginlegt að rannsóknir þeirra snúa að mikilvægum áður ókönnuðum þáttum í lífríki og vistkerfi Íslands og niðurstöður þeirra leggja grunn að áframhaldandi rannsóknum til upplýstrar ákvarðanatöku.
Meira