Blönduósbær mætir útgjaldaaukningu ársins með lántöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.11.2020
kl. 16.12
Húni.is greinir frá því að á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2020 en hann byggir á breyttum forsendum um tekjur og gjöld á yfirstandandi ári. Samtals er um útgjaldaaukningu að ræða og nemur hún 135,3 milljónum króna sem mætt verður með lántöku. Stærsta einstaka breytingin er lækkað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 45,1 milljón króna.
Meira