A-Húnavatnssýsla

Vinnustofum Uppbyggingarsjóðs aflýst

Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita á Norðurlandi vestra hefur verið tekin sú ákvörðum að aflýsa vinnustofum og viðtalstímum sem áttu að vera á svæðinu 2. - 4. nóv. nk. Í tilkynningu frá SSNV er minnt á að starfsmenn samtakanna eru til viðtals alla virka daga og eru umsækjendur hvattir til að hafa samband með sínar spurningar eða vangaveltur, ef einhverjar eru.
Meira

RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin

Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira

Sex í einangrun á Norðurlandi vestra

Baráttan við COVID-19 heldur áfram og heldur hefur staðan versnað síðust daga. Eftir að hafa verið laus við smit hér á Norðurlandi vestra á tímabili í október þá eru nú sex með smit og 46 í sóttkví á svæðinu samkvæmt tölum á covid.is. Engin landsvæði eru nú smitlaus en á landsvísu eru 996 í einangrun þegar þetta er ritað.
Meira

Byggðastofnun fær þrjá milljarða til að lána minni fyrirtækjum

Mbl.is segir frá því að evr­ópski fjár­fest­inga­sjóður­inn hafi veitt Byggðastofn­un ba­ká­byrgð að hluta á allt að ríf­lega þremurmillj­örðum króna, eða um 20 millj­ón­um evra, með stuðningi svo­kallaðrar COSME-áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­ir fjár­mun­ir eiga að nýt­ast Byggðastofnun til þess að veita litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni lán.
Meira

Þrjátíu í sóttkví á Norðurlandi vestra

Heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra og og þeirra sem sitja í sóttkví á Norðurlandi vestra en samkvæmt tölum á Covid.is eru fjórir í einangrun og 30 í sóttkví. Alls urðu 42 innanlandssmit sl. sólarhring og staðfest smit frá 28. febrúar sl. orðin alls 4.719 tilfelli.
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum

Húnahornið minnir á að senn hefst veiðitímabil rjúpu en það stendur frá 1. - 30. nóvember í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Meira

Music For Fun – Gömul íslensk lög endurvakin fyrir íbúa Sæborgar

Austurríski djasspíanóleikarinn Alexandra Ivanova kom til Skagastrandar til dvalar í Nesi listamiðstöð í ágúst, til að vinna að tónverkum og félagslegri tilraun fyrir leikhúsverk um skynjun fólks á Miðausturlöndum. Þetta leiddi til viðtals við sveitarstjórann á Skagaströnd, Alexöndru Jóhannesdóttur, um málefni sem eru í brennidepli og snerta samfélagið. Sveitarstjórinn lagði áherslu á áskorunina um að halda uppi lífsgleði hjá öldruðum, þar sem takmarka hefur þurft gestakomur á öldrunarheimilinu Sæborg frá því í vor.
Meira

Tesla opnar ofurhleðslustöð við Staðarskála í næstu viku

Mogginn segir frá því að raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla muni í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Alls verða átta hlöður á stöðinni en afl þeirra er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.
Meira

Riða staðfest á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði

Riða á bæjunum Grænumýri í Blönduhlíð, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku.
Meira

Fjölgar í sóttkví á Norðurlandi vestra

Einn einstaklingur var skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og í kjölfarið þurftu nokkrir að fara í sóttkví. Alls eru tólf manns í sóttkví í landshlutanum, flestir í dreifbýli Skagafjarðar eða tíu alls, en tveir eru í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira