Komið til móts við stúdenta

Menntasjóður námsmanna kemur til móts við stúdenta með margvíslegum hætti og hefur nú framlengt umsóknarfrest um námslán fyrir haustönn 2020 til 1. desember nk. Þá hefur verið ákveðið að námsmenn geti óskað eftir því að tekjur sem þeir afla sér með vegna vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit lögreglunnar komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna skólaárið 2020-2021.

Á vef menntamálaráðuneytisins kemur fram að námsmenn geta einnig óskað eftir því að útgreiddur séreignasparnaður þeirra á árinu 2020 verði undanþeginn við útreikningi námslána skólaárið 2020-2021 en nánar má sjá um það á vef Menntasjóðs námsmanna.

Frítekjumark námsmanna sem sækja um námslán eftir námshlé eða hafa ekki verið á námslánum á síðasta skólaárið hefur verið hækkað úr þreföldu í fimmfalt en með því er komið til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir