Gul viðvörun í kortunum
Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Horfurnar næsta sólarhringinn fyrir Norðurland vestra eru á þá leið að eftir hvassviðri dagsins mun lægja talsvert í nótt en rjúka upp aftur á morgun með suðvestan 18-25 eftir hádegi. Rigning öðru hverju og hiti 7 til 12 stig. Dregur úr vindi og kólnar annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-13 og lítilsháttar væta á S- og V-landi, annars hægari og bjart að mestu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark NA-til á landinu.
Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Fremur milt í veðri.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða slyddu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.