Smitin nú orðin átta á Norðurlandi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra var að senda frá sér nýja töflu þar sem sést að nú eru átta komnir með smit á svæðinu en jákvæðu fréttirnar í þessu öllu saman eru þær að þeir sem smituðust í dag voru í sóttkví.
"Aðgerðarstjórn vill brýna fyrir fólki með einkenni að halda sig heima, hafa samband við heilsugæslu, og halda sig til hlés þar til fullvíst sé að ekki sé um kórónuveirusmit að ræða.
Sama á við hafi verið um samskipti við fólk með einkenni að ræða.
Algengustu einkennin eru hálssærindi, vöðvaverkir, hiti , hósti, andleysi og slappleiki. Sjaldgæfari einkenni eru uppköst, niðurgangur og skyndilegt bragð- og lyktarleysi.
Förum varlega, munum sóttvarnir og minnumst þess að öll erum við almannavarnir," segir í tilkynningunni frá Aðgerðastjórn Norðurlands vestra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.