Vísindi og grautur - Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?
Sjöunda erindi vetrarins í fyrirlestarröð Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur, verður haldið miðvikudaginn 12. maí nk. Þar mun Antje Neumann, lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið: „Protecting Polar Wilderness and Tourism: Two sides of a coin?“ sem útleggja má sem „Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?“
Óbyggðir eru miðsvæðis á norðurslóðum og suðurheimskautinu og njóta verndar með lögum á báðum svæðum - á norðurslóðum aðallega með innlendri löggjöf norðurskautsríkjanna og á suðurheimskautinu einkum með alþjóðalögum sem kveðið er á um í Suðurskautssáttmálanum og öðrum úrræðum sem samþykkt voru í kjölfarið. Þrátt fyrir lagalega viðurkenningu er vart farið eftir óbyggðagildum í raun. Þetta má glöggt sjá vegna aukins áhuga á óbyggðum heimskautanna, meðal annars af ferðaþjónustu.
Í fyrirlestri Antje verða kynntar mismunandi forsendur og umhverfi óbyggðarverndar á skautasvæðunum og fjallað um nokkrar helstu áskoranir í tengslum við ferðamennsku. Staðan er dregin fram á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í Alaska, Lapplandi og Svalbarða.
Antje býr og starfar á Íslandi og er tengd Háskólanum á Akureyri þar sem hún kennir heimskautarétt. Hún lauk meistaragráðu á því lögfræðisviði árið 2010 og varði doktorsgráðu sína um verndun óbyggða á heimskautasvæðum við Háskólann í Tilburg í Hollandi árið 2019.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.