Tveir af Norðurlandi vestra taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi
Nú er komið í ljós hverjir gefa kost á sér í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en kjörnefnd flokksins í kjördæminu kom saman í gærkveldi og fór yfir þau framboð sem bárust. Alls bárust níu framboð og voru þau öll úrskurðuð gild. Tveir þeirra eru búsettir á Norðurlandi vestra.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní næstkomandi og velja þeir sem taka þátt fjóra frambjóðendur. Á heimasíðu flokksins er greint frá því að um sé að ræða fjórar konur og fimm karla og að meðalaldur þeirra sé 37 ár.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir frambjóðendurna:
Bergþóra Ingþórsdóttir 24 ára, nemi, Akranesi
Bjarni Pétur Marel Jónasson 21 árs, Ísafirði
Guðrún Sigríður Ágústsdóttir 47 ára, ráðgjafi, frá Bíldudal í Arnarfirði
Haraldur Benediktsson 55 ára, alþingismaður og bóndi, Hvalfjarðarsveit
Magnús Magnússon 48 ára, sóknaprestur, Húnaþingi vestra
Sigríður Elín Sigurðardóttir 20 ára, sjúkraflutningakona og nemi, Akranesi
Teitur Björn Einarsson 41 árs, lögmaður og 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Skagafirði
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 33 ára, alþingismaður, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, frá Akranesi
Örvar Már Marteinsson 45 ára, skipstjóri, Ólafsvík
Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast nánari upplýsingar um frambjóðendur, sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.