Níundi einstaklingurinn greindist með Covid á Króknum
Einn bættist í hóp Covid-19 smitaðra á síðasta sólarhring á Sauðárkróki og 52 fleiri sitja í sóttkví í Skagafirði þar af fóru 48 manns í sóttkví á Króknum. Nú sæta níu manns einangrun á Króknum og 314 manns sóttkví en 70 annars staðar í Skagafirði. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast megi við því að eitthvað gæti átt eftir að bætast við í sóttkví næstu daga.
Þrjú innanlandssmit greindust sl. sólarhring á landinu öllu og eru nú alls 543 í sóttkví, 84 í einangrun og þrír eru á sjúkrahúsi. Frá upphafi faraldur hafa þá 6.522 smit verið staðfest en 55.780 hér á landi eru fullbólusettir en ekki eru upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa fengið fyrri sprautu.
Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er þörf ábending um það hvað má, og hvað má ekki í sóttkví.
Í sóttkví má:
Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli
Fara til læknis en hringja fyrst
Í sóttkví má ekki:
Umgangast annað fólk
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili
Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar
Frekari upplýsingar eru á covid.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.