Höfðaskóli fær Grænfána

Grænfáninn. Mynd: Landvernd
Grænfáninn. Mynd: Landvernd

Í gær, fimmtudaginn 27. Júlí, var Grænfáninn dreginn að húni í Höfðaskóla á Skagaströnd og Höfðaskóli því orðinn skóli á grænni grein, en frá því var greint á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar. Á vef Landverndar er Grænfánaverkefninu gerð góð skil.
Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.”

Það hefur verið markmið hjá Höfðaskóla í rúmlega tvö ár að fá Grænfánann, en haustið 2019 var skipuð umhverfisnefnd í Höfðaskóla og hafa skrefin sjö sem þarf til að hljóta fánann verið stigin.

Samkvæmt vef Landverndar eru skrefin sjö  þessi.

  1. Umhverfisnefnd
  2. Mat á stöðu umhverfismála
  3. Áætlun um aðgerðir og markmið
  4. Eftirlit og endurmat
  5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá
  6. Að upplýsa og fá aðra með
  7. Umhverfissáttmáli

 

Í síðustu viku kom fulltrúi frá Landvernd og tók út vinnuna hjá Höfðaskóla og í gær var Grænfáninn því dreginn að húni. Lárey Mara Velemir, Súsanna Valtýsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd Höfðaskóla tóku við fánanum frá Alexöndru Jóhannesdóttur en hún var mætt fyrir hönd Landverndar.

“Stúlkurnar hafa unnið mikið og gott starf í umhverfisnefnd, þær hafa setið þrjá fundi á önn, séð um dreifingu umhverfissáttmála, komið skilaboðum af fundum til samnemenda sinna og setið úttektar fund með Landvernd svo dæmi séu tekin.” Segir á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir