Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hefst í dag, föstudaginn 13. ágúst 2021. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna og öðrum þeim stöðum sem nefndir eru eða vísað er til hér á vefsíðu Sýslumanna.

Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vesrra virka daga sem hér segir:

Blönduós - virka daga frá 09:00-15:00

Sauðárkrókur - virka daga frá 09:00-15:00

Þegar nær dregur verður auglýst hvenær greiða má atkvæði á sjúkrahúsum og dvalarheimilum í umdæminu og öðrum stöðum utan skrifstofa embættisins.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst  einnig í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

/SMH

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir