Helga Thorberg leiðir lista Sósíalista í Norðvesturkjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.08.2021
kl. 15.43
Það styttist óðum í Alþingiskosningar og nú um helgina birti Sósíalistaflokkur Íslands framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listann leiðir Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur en á heimasíðu Sósíalista segir að hún hafi starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkona í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin hafi einnig verið hennar hjartans mál.
Í öðru sæti listans er Árni Múlí Jónasson mannréttindalögræðingur og formaður Þroskahjálpar, Sigurður Jón Hreinsson véliðnfræðingur er í þriðja sæti og fjórða sætið skipar Aldís Schram lögfræðingur og kennari.
Þingkosningar fara fram 25. september.
- Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur
- Árni Múli Jónasson, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
- Sigurður Jón Hreinsson, véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi
- Aldís Schram, lögfræðingur og kennari
- Bergvin Eyþórsson, þjónustufulltrúi og varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða
- Guðni Hannesson, ljósmyndari
- Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir
- Sigurbjörg Magnúsdottir, eftirlaunakona
- Jónas Þorvaldsson, sjómaður
- Valdimar Arnþór Anderssen, heimavinnandi húsfaðir
- Guðrún Bergmann Leifsdóttir, listakona
- Magnús A. Sigurðsson, minjavörður vesturlands
- Dröfn Guðmundsdóttir, kennari
- Indriði Aðalsteinsson, bóndi
- Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir, háskólanemi
- Finnur Torfi Hjörleifsson, lögfræðingur, eftirlaunamaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.