A-Húnavatnssýsla

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Styrkjum úthlutað í Húnavatnshreppi

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í gær var styrkjum úthlutað til hinna ýmsu aðila. Í frétt Húnahornsins segir að hæsta styrkinn hafi sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fengið, allt að 500 þúsund krónur, vegna sumaropnunar kirkjunnar á næsta ári. Þá hlaut Ungmennasamband Austur-Húnvetninga 450 þúsund vegna starfsemi sambandsins árið 2022 og Björgunarfélagið Blanda 400 þúsund vegna endurnýjunar á snjósleðum á þessu ári.
Meira

Kvennaathvarf fest í sessi á Norðurlandi

RÚV segir frá því að kvennaathvarf á Akureyri hafi verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár en nú hefur starfsemi þess verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil. Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira

Jólin alls staðar - Jólalag dagsins

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru vegfarendur beðnir um að fara varlega í hálkunni sem nú liggur yfir öllu. „Njótið helgarinnar og aðventu jólanna,“ segir í kveðju hennar og með fylgir jólalag, fallega sungið af löggunum Ernu Kristjáns og Steinari Gunnarssyni.
Meira

Vertu eldklár á þínu heimili!

Árlegt forvarnarátaki HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór í gang 1. desember og mun átakið vara út desember. HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff, sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019, og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Meira

Jólatré Blönduósinga fengið úr Gunnfríðarstaðarskógi

Þann 1. desember voru ljós tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju en vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá á Blönduósi frekar en víðast hvar annars staðar. Einhverjir verða þó að mæta og það voru krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki sem mættu galvösk til leiks, komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð góða.
Meira

Pabbi, komdu heim um jólin – Jólalag dagsins

Árið 1976 kom út hjá SG - hljómplötum 33 snúninga jólaplata þar sem Kristín Lillendahl söng tólf jólalög. Eitt þeirra, Pabbi, komdu heim um jólin, er eftir B. & .F Danoff en Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta þar sem ung stúlka biður pabba sinn að vera heima um hátírnar og spyr: Viltu ekki vinna aðeins minna?
Meira

Aðventa komandi kjörtímabils

Á fyrsta sunnudegi í aðventu leit ný ríkistjórn dagsins ljós. Niðurstöður kosninganna voru skýrar en rúm 54% atkvæða skiluðu sér til fyrrum stjórnarflokkana. Ríkisstjórnin fékk endurnýjað umboð frá kjósendum til þess að vinna áfram saman.
Meira