Pabbi, komdu heim um jólin – Jólalag dagsins
Árið 1976 kom út hjá SG - hljómplötum 33 snúninga jólaplata þar sem Kristín Lillendahl söng tólf jólalög. Eitt þeirra, Pabbi, komdu heim um jólin, er eftir B. & .F Danoff en Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta þar sem ung stúlka biður pabba sinn að vera heima um hátírnar og spyr: Viltu ekki vinna aðeins minna?
Kristinn Sigmarsson útsetti alla tónlist plötunnar og stjórnaði hljómsveitarundirleik og kórsöng. Hann og félagar hans í hljómsveitinni Pónik sáu um hljóðfæraleik og söng í nokkrum lögum, m.a. í Jólasveinasöngnum. Auk þess syngur Kirkjukór Neskirkju í tveimur lögum og allmargir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands aðstoðuðu í nokkrum lögum. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun Sigurður Árnason og Kristinn Sigmarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.