Vertu eldklár á þínu heimili!
Árlegt forvarnarátaki HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór í gang 1. desember og mun átakið vara út desember. HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff, sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019, og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Í viðtalinu er einnig rætt við slökkviliðsmennina sem unnu á vettvangi brunans, þá Loft Þór Einarsson og Jón Þór Elíasson. Viðtalið má sjá hér að neðan og er einnig birt í heild sinni á vef HMS, facebook og Youtube rás Vertu eldklár.
Verum ELDKLÁR saman og uppfyllum atriðin á gátlistanum hér fyrir neðan:
- Reykskynjara í öll herbergi
- Heimilisfólk þekki flóttaleiðir út af heimilinu
- Slökkvitæki eiga að vera staðsett við útgang og flóttaleiðir
- Eldvarnateppi aðgengileg og sýnileg í eldhúsi
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo.
Sjá nánar um brunavarnir heimilisins á www.vertueldklar.is
Facebook síða Vertu eldklár: https://www.facebook.com/brunavarnaatak
Youtube rás Vertu eldklár: https://www.youtube.com/channel/UC95zi3AdmM1l3OqzQIec5rQ
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.