Jólin alls staðar - Jólalag dagsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.12.2021
kl. 11.53
Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru vegfarendur beðnir um að fara varlega í hálkunni. „Njótið helgarinnar og aðventu jólanna,“ segir í kveðju hennar og með fylgir jólalag, fallega sungið af löggunum Ernu Kristjáns og Steinari Gunnarssyni.
Höfundar eru hjónin Jón „Bassi“ Sigurðsson, sem samdi lagið, en textann á Jóhanna G. Erlingsson. Lagið var fyrst sungið af systkinunum Ellý og Villa Vill á jólaplötu þeirra sem gefin var út af SG hljómplötum 1971.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.