A-Húnavatnssýsla

Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Feykir sagði frá því í gær að meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hafi verið leyst upp en stjórnir félaganna hafa undanfarin tíu ár haldið úti sameiginlegum meistaraflokki. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar, fráfarandi formanns meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, hafði meistaraflokksráði verið gefið umboð til að stjórna því starfi án aðkomu aðalstjórna eða knattspyrnunefnda félaganna.
Meira

Soroptimistafélagið Við Húnaflóa tók þátt í að roðagylla heiminn

Í ár, eins og mörg undanfarin ár, slóust Soroptimistar um allan heim í för með um 6000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira

Meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hefur verið leyst upp

Í dag varð það endanlega ljóst að samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla verður ekki framlengt frekar. Liðið hefur verið leyst upp af ráðandi fulltrúum aðildarfélaganna og óljóst hvað tekur við. Þetta kemur fram á aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Heim að Hólum á aðventu

Háskólinn á Hólum býður alla velkomna á opinn dag heim að Hólum nú á laugardaginn, 11. desember, og verður húsið opið á milli kl. 12-15. Feykir hafði samband við Eddu Matthíasdóttur sem nýlega var ráðin sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum, og spurði hvað stæði til. Hún benti snöfurmannlega á ítarlega dagskrá sem finna mætti á Hólar.is og segir dagskrána fyrir fólk á öllum aldri, stærðum og gerðum!
Meira

Kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2021. Í frétt á heimasíðu SSNV kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi árs 2022.
Meira

Breyting á deiliskipulagi við Hólanes

Á heimasíðu Skagastrandar er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hólanes og fjallar um áform vegna uppbyggingar sjóbaða við Hólanes ásamt breytingum á lóðamörkum fyrir Fjörubraut 6 og 8. Skilgreind er aðkoma og bílastæði fyrir sjóböð og breytingar á stígakerfi.
Meira

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira