A-Húnavatnssýsla

Árið 2021: Það er óhætt og öllum hollt að breyta til

Annar í röð þeirra sem skila inn ársuppgjöri í Feyki er Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni. Gunni starfar nú tímabundið sem forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra og er til heimilis á Hvammstanga en snýr aftur í fyrra starf sem staðarhaldari á Löngumýri í mars. Hann lýsir árinu 2021 svona: „Lærdómsríkt, ófyrirséð og veðursælt.“
Meira

Engin jól án bóka

Feykir kynnir til leiks bókaunnandann Kristínu Jónu Sigurðardóttur en hún fer yfir bók-haldið sitt með lesendum Feykis. Hún er kennari og þroskaþjálfi en er nú í ársleyfi frá Húnavallaskóla og kennir í vetur við Blönduskóla á Blönduósi. „Mandarínur eru það allra besta með jólabókinni. Það tengi ég við barnæskuna og borða enn mandarínur í kílóavís á aðventu og jólum,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvað fari best með jólabókinni.
Meira

Jólatréð girt af með pappakössum fyrstu jólin

Daði Hlífarsson og Erna Ósk Björgvinsdóttir á Króknum eiga rosalega fallegan hvítan hund af tengundinni Samoyed en þeir eiga uppruna sinn að rekja til Síberíu. Þeir eru með tvöfaldan þykkan feld og voru upphaflega ræktaðir sem sleðahundar og til að smala hreindýrum.
Meira

Málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra fær rúma eina og hálfa milljón af 400 milljóna viðbótarframlagi Jöfnunarsjóðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 10. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2021 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 400 milljónum króna. Sveitarfélagið Skagafjörður fær rúma eina og hálfa milljón kr. í málefnið fyrir Norðurland vestra.
Meira

Linmæltur Sunnlendingur lendir í orðaskaki

Það eru liðin nokkur ár síðan Kristján Gísli Bragason flutti norður í land en hann á ættir að rekja á suðurlandsundirlendið, alinn upp í Þykkvabænum eða þar um slóðir. Hann hafði samband við ritstjórn á dögunum og sagði í raun allt gott að frétta. Hann væri smám saman farinn að geta borðað kartöflur á ný, var kominn með bagalegt ofnæmi fyrir þeim sem var nú kannski helsta ástæðan fyrir því að hann flutti norður. „Hér er gott að vera, ég kann vel við fólkið og hafgoluna, hér er gott að ríða út og versla í kaupfélaginu ... en það er eitt sem ég ekki skil.“
Meira

Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla tveir metrar í stað eins með ákveðnum undantekningum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu stjórnarráðsins. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka kl. 21 á kvöldin en hraðprófsviðburðir verða takmarkaðir við 200 manns. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda.
Meira

Samstaða og kærleikur hjá Jólahúnum í Hvammstangakirkju í kvöld

Í kvöld, 21. desember kl. 20:00, munu Jólahúnar í Húnaþingi vestra syngja inn jólin. Allur hagnaður af tónleikunum í Hvammstangakirkju rennur óskiptur til Margrétar Eikar Guðjónsdóttur sem verður næstu mánuði frá vinnu að jafna sig eftir krabbameinsaðgerð.
Meira

Öryrkjar fá jólabónus

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar fagna því að samstaða hafi náðst í fjárlaganefnd um tillögu stjórnarandstöðunnar að greiða öryrkjum 53.000 kr. aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust.
Meira

Veiruskita í kúm í Eyjafirði

Sagt er frá því á heimasíðu MAST að veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Segir í tilkynningu stofnunarinnar að mikilvægt sé að bændur hugi vel að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á búin.
Meira

Jól án matarsýkinga

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar og bendir Matvælastofnun á það á heimasíðu sinni hvað hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla sé mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira