Heilbrigðisstofnunum úthlutað 350 milljónum króna til tækjakaupa og tæknilausna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.11.2021
kl. 11.59
Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að úthluta af safnliðum fjárlaga 270 milljónum króna til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og 80 milljónum króna til tæknilausna sem nýtast í þágu aldraðra sem búa heima en bíða eftir hjúkrunarrými og þurfa á mikilli þjónustu að halda. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 70 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Norðurlands 50 m.kr.
Meira