A-Húnavatnssýsla

Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu

Matgæðingar í tbl 22, 2021, voru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eiginmaður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu.
Meira

Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er næsti formaður KSÍ en kosið var milli hennar og Sævars Péturssonar á 76. ársþingi sambandsins sem fram fór í dag. Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar 44. Vanda tók við formennsku hjá KSÍ á haustdögum 2021 á mjög erfiðum tímamótum hjá sambandinu eftir að fyrrum formaður og stjórn sagði af sér, eins og flestir þekkja.
Meira

Saga hrossaræktar – reiðhrossamarkaðir erlendis :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var gerð grein fyrir þróun hrossamarkaðanna innanlands og til útlanda fram á miðja síðustu öld, í greininni kom m.a. fram að á tímabilinu 1850 – 1949 fóru samtals 150.400 hross utan. Að stofni til var um að ræða unghross alin upp í stóði og af mjög breytilegum gæðum, flest voru nýtt sem vinnuhross; í námum Bretlandseyja, hjá dönskum smábændum m.a. og þá í fjölþættri vinnu eða sem lipur reiðhross, t.d. fyrir krakka á leið í skólann eða fyrir ráðsmenn og aðra verkstjórnendur á búgörðum. Sum náðu svo enn lengra og voru jafnvel seld af landinu sem úrtöku reiðhross. Enda var þá þegar orðin töluverð reiðhestaeign í landinu; hafði raunar alltaf verið nokkur en fór vaxandi, m.a. við það að velmegandi hestelskum borgurum fjölgaði.
Meira

Holtavörðuheiði lokuð

Holtavörðuheiði er ófær og búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli. Mikið rok er á Vatnsskarði þar sem hviður fara upp í 37 metra á sekúndu. Mælingar sýna að stormur er á sjálfvirkri veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar við Miðsitju í Blönduhlíð.
Meira

Mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir

Nú hafa tekið gildi miklar breytingar á sóttvarnareglum og af því tilefni verða ekki fleiri stöðutöflur birtar á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra að svo stöddu, nema ef að ske kynni að hlutirnir breytist, segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna embættisins.
Meira

Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi

Á Sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. febrúar sl. var kynnt greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem KPMG vann að beiðni samtakanna. Tilefni þess að stjórn samtakanna ákvað á gera greiningu á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins á þessum tveimur atvinnugreinum og aukinna krafna á sveitarfélögin um aukna þjónustu og bætta innviði.
Meira

Vilja að framkvæmdir hefjist sem fyrst við Sundabraut

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Norðvesturskjördæmis, flutti mál sitt um Sundabrú sem forgangsmál í samgöngum og hröðun framkvæmda á alþingi í vikunni. Beinir hann því til Alþingis að það álykti að fela innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu.
Meira

Gul viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr hádegi

Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands en suðaustan stormur eða rok mun ráða ríkjum á landinu öllu í dag með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu samfara hlýnandi veðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Nautavefjur og epladásemd

Þröstur Magnússon fékk áskorun frá vini sínum, Árna Geir Sigurbjörnssyni, og var Þröstur ekki lengi að koma með tvær uppskriftir sem ykkur á örugglega eftir að líka vel við. Þröst þekkja margir á Króknum en hann er eigandi Myndunar hf. sem býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá fatamerkingum upp í bílamerkingar ásamt ýmsu öðru.
Meira

Alvarleg vanræksla á búfé kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi en eftir því sem fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar er um að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp hér á landi.
Meira