Krefjast þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.02.2022
kl. 11.28
Íslensk stjórnvöld fordæma harðlega víðtækar árásir rússneskra stjórnvalda á Úkraínu og lýsa harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás óhjákvæmilega veldur. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. „Hugur okkar er hjá því saklausa fólki sem verður fyrir barðinu á stríðsrekstri og ógnartilburðum Rússlands í Úkraínu. Ísland fordæmir harðlega ólögmæta innrás Rússlands í Úkraínu sem á sér enga réttlætingu. Við krefjumst þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir sínar sem geta valdið miklum hörmungum. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og kallar á hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Meira