A-Húnavatnssýsla

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira

Korter í kosningu! - Áskorendapenninn Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Tek við áskorun frá Jóni Erni, félaga mínum í sveitarstjórn á Blönduósi, og skora svo á Ragnhildi Haraldsdóttir í sveitarstjórn Húnavatnshrepps. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar nú um komandi helgi, laugardaginn 19. febrúar. Þar sem ég er einn af nefndarmönnum Blönduósbæjar hef ég fyrir mitt leyti sterka skoðun á því hvort eigi að sameina eður ei. Í nefndarstörfum þessarar nefndar hefur verið góður samhljómur að ég tel og allir með sama markmið: Hvernig getum við styrkt samfélagið okkar og hvernig getum við unnið að uppbyggingu þess áfram?
Meira

Covid smit á hraðri uppleið

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag segir frá áframhaldandi aukningu á smitum í umdæminu: „Töluverð hreyfing er á töflunni, en enn sem komið er eru fleiri ný smit að koma inn en þau sem að eru að detta út.“
Meira

„Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig“ :: Áskorandinn Jón Örn Stefánsson Blönduósi

Nú á dögunum tók ég áskorun Ólafs Magnússonar, óðalsbónda á Sveinsstöðum um að rita nokkur orð undir liðnum „Áskorendapenni Feykis“. Það á ekki að vefjast fyrir okkur, ef á annað borð maður getur ákveðið hvað skal skrifa um, því af mörgu er að taka í samfélaginu okkar hér á Norðurlandi vestra.
Meira

Kjósendur í einangrun athugið

Vakin er athygli kjósenda í einangrun vegna Covid-19 á því að unnt er að beina óskum um kosningu utan kjörfundar á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is, til kl. 13:00 á kjördag, þann 19. febrúar nk. Fylgja þarf staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Meira

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira