Holtavörðuheiði lokuð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.02.2022
kl. 15.27
Holtavörðuheiði er ófær og búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli. Mikið rok er á Vatnsskarði þar sem hviður fara upp í 37 metra á sekúndu. Mælingar sýna að stormur er á sjálfvirkri veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar við Miðsitju í Blönduhlíð.
Hálka eða hálkublettir eru á flest öllum leiðum á Norðurlandi en óvissustig er í gildi á veginum og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Eftir klukkan 21 í kvöld fellur veðurviðvörun Veðurstofunnar úr gildi á Norðurlandi þegar hægist á veðri, hiti 0 til 5 stig. Hægari seint á morgun og kólnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.