A-Húnavatnssýsla

Veðurspá Dalbæinga hljómar svipað og sú síðasta

Í fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða mars sl. segir að nánast hefði verið hægt að afrita síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljómar mjög svipað og sú síðasta, þó úrkoma á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrúar. „En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á Dallas á meðan við erum farin að vorkenna suður, austur og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Þolinmæðin kemur einhverstaðar á leiðinni

Úrsúla Ósk Lindudóttir á heima á Skálá í Sléttuhlíð ásamt kærastanum sínum Arnari Bjarka og átta mánaða dóttur þeirra Heru. Þau eru með mjólkurbú, naut, hesta, kindur og eina geit og kiðlingana hennar. Arnar á labradorrakka sem heitir Simbi og Úrsúla á Ástralska tík sem heitir Apríl.
Meira

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vindhæli á Skagaströnd

Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upphaflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjetursmáldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“
Meira

Hugsið ykkur ef allir lifðu í friði!

Sagt var frá því á Feyki fyrr í vikunni að Gleðibankinn á Skagaströnd hefði hvatt íbúa til að mæta á íþróttasvæðið í hádeginu í gær til að mynda friðarmerki úr manneskjum. Skagstrendingar lágu ekki á liði sínu og fjölmenntu á svæðið, mynduðu tákn friðar og gjörningurinn var tekinn upp á drónamyndband og nú má sjá afraksturinn.
Meira

„Mikil sóknarfæri á næstu árum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir við setningu Búgreinaþings

Fyrsta búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis fluttu erindi og í framhaldinu héldu búgreinadeildirnar sína fundi. Trausti Hjálmarsson var kjörinn nýr formaður í morgun.
Meira

Verðum að tryggja öryggi og velferð okkar fólks, segir forstjóri MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar þegar hann var að sinna eftirliti. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða þriðja tilvikið á sl. þremur árum en allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar er kært til lögreglu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

Undirbúningur sameininga hafinn

Akrahreppur og Svf. Skagafjörður sameinuðust sem kunnugt er í kosningum þann 19. febrúar síðastliðinn en síðan hefur lítil farið fyrir umræðu um framhaldið í væntanlegri sameiningu. Feykir hafði samband við Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, og spurði hann hvað væri framundan. „Næstu skref eru að bæði sveitarfélög skipa 2-3 einstaklinga hvort um sig í undirbúningsstjórn. Sú stjórn hefur nokkur verkefni, m.a. að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem mun gilda fyrir nýtt sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt,“ segir Sigfús Ingi.
Meira

Mesta fækkun á Norðurlandi vestra í prósentum talið

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu. Fækkun varð um 37 íbúa á Norðurlandi vestra.
Meira