A-Húnavatnssýsla

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira

Sameining stjórnsýslu og skólastofnana, ekki landssvæða :: Jón Gíslason, formaður samstarfsnefndar í Austur-Húnavatnssýslu í viðtali

Jón Gíslason, oddviti Húnavatnshrepps og formaður samstarfsnefndar milli hreppsins og Blönduósbæjar telur líklegt að af sameiningu verði og að nýtt sveitarfélag muni hafa meiri burði til framkvæmda á næstu árum og efla þjónustu við íbúana. Hann stýrði einnig fyrri samstarfsnefnd, þegar kosið var milli fjögurra sveitarfélaga í héraðinu sl. sumar.
Meira

Sitthvað um sameiningu sveitarfélaga - Áskorandi Ólafur Magnússon Sveinsstöðum

Það styttist í það að við sem búum í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ fáum að kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Ég hef beðið lengi eftir þessum degi og var í raun svo bjartsýnn að halda að við myndum vera búin að sameinast fyrir mörgum árum.
Meira

Gervihnattafjarskipti á Blönduósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi þar sem allur búnaður er hýstur.
Meira

Enn fjölgar smitum á Norðurlandi vestra

Samkvæmt stöðutöflu sem aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra opinberaði nú í morgun heldur Covid-smituðum einstaklingum að fjölga í umdæminu en nú eru 115 skráðir í einangrun 18 fleiri en í gær. „Það er mikil hreyfing á töflunni og þá aðallega upp á við því miður. Því munum við reyna að uppfæra hana örar,“ segir í færslu almannavarna á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Hittumst í þinni heimabyggð! Flokkur fólksins á Kaffi Krók nk. föstudag

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku, sem átti að hefjast á Sauðárkróki síðasta mánudag en vegna ófærðar og slæms veðurs syðra tafðist ferðin um sólarhring og hófst ferðin því í gær í gamla heimabæ formannsins, Ingu Sæland, á Ólafsfirði. Flokkur fólksins verður hins vegar á Króknum á föstudaginn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Meira

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira