Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi
Á Sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. febrúar sl. var kynnt greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem KPMG vann að beiðni samtakanna. Tilefni þess að stjórn samtakanna ákvað á gera greiningu á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi og hvernig þær tekjur skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga er m.a. vegna aukinnar gjaldtöku af hálfu ríkisins á þessum tveimur atvinnugreinum og aukinna krafna á sveitarfélögin um aukna þjónustu og bætta innviði.
Í tilkynningu frá sambandinu segir að í greiningunni komi fram að hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi hafi verið á bilinu 26-29% á árunum 2016-2020 og er það fyrst og fremst útsvarsgreiðslur launþega en meðalútsvar á árunum 2017 til 2020 nam 14,44%.
„Með greiningunni liggur nú fyrir heildstætt yfirlit yfir tekjur af þessum tveimur atvinnugreinum og hvernig þær skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga. Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi er því eitt af þeim mikilvægu gögnum sem samtökin hafa látið vinna og mun vonandi nýtast aðildarsveitarfélögum samtakanna í samtalinu sem framundan er um tekjustofna sveitarfélaga,“ segir í tilkynningunni.
Með því að smella á meðfylgjandi mynd er hægt að skoða skýrslu KPMG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.