Mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir

Nú hafa tekið gildi miklar breytingar á sóttvarnareglum og af því tilefni verða ekki fleiri stöðutöflur birtar á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra að svo stöddu, nema ef að ske kynni að hlutirnir breytist, segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna embættisins.

„Þeim áfanga er nú náð í baráttunni við COVID-19 að öllum takmörkunum innanlands og á landamærum var aflétt á miðnætti aðfaranótt 25.2.2022. Þó að öllum aðgerðum hafi verið aflétt þá er COVID-19 faraldurinn hér enn í mikilli útbreiðslu en alvarlegar afleiðingar hans fátíðar. Það er því áfram mikilvægt að allir hugi vel að ýmsum atriðum sem lúta að greiningu, meðferð og sýkingavörnum til að lágmarka eins og kostur er stjórnlausa útbreiðslu faraldursins og alvarlegar afleiðingar hans," segir í tilkynningunni.

Á næstu dögum verða uppfærðar ýmsar leiðbeiningar er varða COVID-19 á covid.is og á landlaeknir.is og er almenningur beðinn um að kynna sér þær eins og kostur er.

HÉR er hægt að nálgast nokkur atriði sem mikilvægt er að almenningur kynni sér á þessum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir