4. umferð MB11 haldin á Norðurlandi sl. helgi
Margt var um manninn á Sauðárkróki og Blönduósi sl. helgi þegar strákar úr 6. bekk, og foreldrar þeirra, voru komnir á Norðurland til að keppa á törneringu í körfubolta (MB11). Skráðir voru til leiks um 350 þátttakendur í 59 liðum alls staðar að af landinu en spilað var í 12 riðlum sem endaði í 119 leikjum.
Þar sem Síkið er ekki nægilega stórt til að hægt sé að spila alla þessa leiki yfir eina helgi var tekið til þess ráðs að hafa samband við Körfuknattleiksdeild Hvatar sem tók að sér að sjá um þrjá riðla í íþróttahúsinu á Blönduósi og voru spilaðir þar 28 leikir.
Skipuleggjendur mótsins á báðum stöðum sögðu að það væri ekki annað að sjá og heyra en að mótið hafa gengið vel þó svo að keppendur hafa verið misánægðir með gengi helgarinnar. Þá átti Tindastóll tvö lið á þessu móti, A og B, í sitthvorum riðlinum og fóru bæði liðin upp um riðil eftir helgina.
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls vill þakka öllum þeim sem komu að þessu móti með einum eða öðrum hætti, þá sérstaklega iðkendum eldri flokka Tindastóls, þjálfurum og meistaraflokkum Tindastóls, bæði karla og kvenna. Þá vill unglingaráðið þakka frábært samstarf við Körfuknattleiksdeild Hvatar og vonandi má eiga von á því að svona mót að þessari stærðargráðu verði árlegur viðburður á Króknum.
Hér má sjá nokkrar myndir frá helginni. Ljósmyndarar voru Thelma, Sigga og Lee Ann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.