Bragi Hólmar sigraði framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi

Fríða Marína, Bragi Hólmar og Baltasar urðu í þremur efstu sætunum. MYND AF VEF GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA
Fríða Marína, Bragi Hólmar og Baltasar urðu í þremur efstu sætunum. MYND AF VEF GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin á Blönduósi í síðustu viku en þá komu alls tólf nemendur frá Húnavallaskóla, Höfðaskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra og Blönduskóla saman og kepptu í upplestri, lásu bæði ljóð og sögur. Það var Bragi Hólmar Guðmundsson sem bar sigur úr bítum í keppninni en hann er frá Grunnskóla Húnaþings vestra.

Fríða Marina Magnúsdóttir, sömuleiðis úr Grunnskóla Húnaþings vestra, varð í öðru sæti og í þriðja sætð krækti Baltasar Guðmundsson úr Blönduskóla.

Heimildir: Blönduskóli og Grunnskóli Húnaþings vestra

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir