Áfangastaðir - Vísindi og grautur í hádeginu á morgun
Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund frá Háskóla Íslands flytja erindi um áfangastaði í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og graut. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður haldinn milli klukkan 11 og 12 á morgun, þriðjudaginn 5. apríl.
Í erindinu verður dregin upp óhefðbundin mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast og segir í tilkynningu að bent verði á nýjar leiðir til að nálgast og veita innsýn í margbreytileika ferðamennskunnar og áfangastaða ferðamanna.
Gunnar Þór Jóhannesson er prófessor í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Meginrannsóknaráherslur Gunnars eru mótun áfangastaða, skipulag og stefnumótun í ferðaþjónustu og nýsköpun og frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu. Hann hefur birt rannsóknir sínar í fræðitímaritum og bókum.
Allir eru velkomnir að fylgjast með fyrirlestrinum sem hægt er að nálgast á eftirfarandi tengli https://eu01web.zoom.us/j/62121902246
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.