A-Húnavatnssýsla

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Engin fuglaflensuhræ fundist á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira

Rútuferð á þriðja leikinn

Stuðningsmenn Stólanna voru ánægðir með sína menn í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Valsmenn í parket í Síkinu. Þriðji leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origo-höll Valsmanna nú á fimmtudagskvöldið og gengur víst vel að selja stuðningsmönnum Tindastóls miða á leikinn. Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða upp á rútuferð í borgina og til baka.
Meira

Amber Christina Monroe hlaut önnur verðlaun í nýsköpunarhraðli fyrir konur

Frumkvöðlaverkefni sem snúa að umhverfissjónarmiðum, samgöngum, sjálfbærri ræktun, aðstoð við listamenn, umhverfisvæna verslun og veflausn sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi urðu í efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hraðlinum lauk formlega sl. föstudag og voru vegleg peningaverðlaun að verðmæti 2,2 milljóna króna veitt vinningshöfunum. Isponica á Hólum í Hjaltadal hlaut önnur verðlaun í einstaklingsflokki.
Meira

Slagarasveitin með diskósmell

Fyrir rétt um mánuði gaf Slagarasveitin húnvetnska út nýtt lag, Einn dagur X Ein nótt, sem er hinn áheyrilegasti sumarsmellur í tilheyrandi diskóbúningi. Slagarasveitin hefur fengið söngkonu að norðan til að aðstoða sig en það er Ástrós Kristjánsdóttir sem syngur. Lagið má að sjálfsögðu finna á Spotify og sömuleiðis er hægt að hlýða á það og horfa á YouTube.
Meira

Blönduós formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi

Síðastliðinn föstudag gerðist Blönduósbær formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir, undirrituðu samning þess efnis. Frá því segir á vef Blönduóss að meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Meira

Vængir Júpíters unnu nauman sigur á Kormáki/Hvöt

Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst í gær og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er einskonar B-lið Fjölnis í Grafarvoginum reykvíska. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1 fyrir Grafarvogspiltana.
Meira