Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjördag

Laugardaginn 14. maí 2022, kjördag, verður opið hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, frá kl. 14:00-17:00
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, frá kl. 14:00-17:00

Vakin er athygli kjósenda á að kosning utan kjörfundar á kjördag er fyrst og fremst ætluð þeim sem ekki eiga þess kost að kjósa á kjörfundi í sinni kjördeild þann daginn vegna fjarlægðar.
Kjósendur, með lögheimili utan umdæmis Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þurfa jafnframt sjálfir að koma atkvæði sínu til kjördeildar sinnar fyrir lokun kjörfundar.
Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum við kosninguna (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir