Góður gangur í meirihlutaviðræðum á Blönduósi

Frá Blönduósi. MYND: ÓAB
Frá Blönduósi. MYND: ÓAB

Húnahornið segir frá því að formlegar viðræður milli B-lista og D-lista um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps standa nú yfir og hafa tveir fundir farið fram.

Í tilkynningu frá oddvitum listanna segir að það sé samhljómur um mörg mikilvæg mál og góður gangur í viðræðum.

Fjórir listar buðu fram í nýja sveitarfélaginu og komu þeir allir mönnum að í nýja sveitarstjórn. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra fékk flest atkvæði eða 296 og fjóra menn kjörna, B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna fékk næst flest atkvæði eða 249 og þrjá menn, H-listi fékk 140 atkvæði og einn mann líkt og G-listi Gerum þetta saman sem fékk 100 atkvæði.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir