A-Húnavatnssýsla

USAH fagnaði 110 ára afmæli í gær

„Þetta gekk fínt og allir fóru út ánægðir,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) en sambandið fagnaði 110 ára afmæli með glæsilegri veislu á Blönduósi í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var á meðal gesta afmælisins ásamt þeim Andra Stefánssyni og Hafsteini Pálssyni frá ÍSÍ, fulltrúum aðildarfélaga USAH og sveitarfélaga. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFÍ.
Meira

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Meira

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Bjarni Guðmundsson með fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, prófessor emeratus, mun flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi nú á laugardaginn. Fyrirlesturinn byggir á samnefndri bók hans, Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum, sem kom út árið 2016.
Meira

Bjarmanes – Menningarmiðja Norðurlands, Skagaströnd

Næstkomandi föstudag opnar Bjarmanes menningar-og samveruhús á Hólanesvegi, Skagaströnd. Að stofnun Menningarmiðju Norðurlands, sem rekur Bjarmanes: menningar- og samveruhús, standa vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir sem búsettar eru á Skagaströnd. Þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd og ákváðu að taka málin í eigin hendur.
Meira

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Hugmyndafundir vegna uppbyggingar í gamla bænum á Blönduósi

Í byrjun september var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Að því tilefni verða haldnir tveir opnir hugmyndafundir dagana 22. og 23. nóvember þar sem safnað verður saman hugmyndum fólks um uppbyggingu gamla bæjarhluta Blönduóss. Fyrri fundurinn verður í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 19 en sá síðari fer fram í Reykjavík.
Meira

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira