A-Húnavatnssýsla

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki en Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum. Þar verður hægt að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem hægt er að sækja bæði með og án vinnu.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.
Meira

Lúðasveit í Háa salnum í Gránu á laugardagskvöldið

„Það hefur engin verið að bíða, en þeir eru samt að koma.“ Þannig hefst kynningartexti á viðburðinum Lúðar og létt tónlist sem mun skella á í Gránu nú á laugardagskvöldið. Það er ekki líklegt að það verði átakanlega leiðinlegt þegar lúðarnir láta ljós sín skína í upphafi aðventu en þeir hyggjast telja í nokkur lög og segja sögur af fólki og búfénaði.
Meira

Tæplega sólarhrings steyputörn lokið á nýju brúnni yfir Laxá í Refasveit

Lokið var við að steypa dekkið á nýrri brú yfir Laxá í Refasveit klukkan fimm í morgun eftir nær sólarhrings törn. Að sögn Aðalgeirs Arnars Halldórssonar, verkstjóra hjá Steypustöð Skagafjarðar, gekk verkið greiðlega og allir ánægðir með vel heppnaða vinnutörn.
Meira

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber.
Meira

Verkís tekur virkan þátt í Starfamessu SSNV

Í janúar 2020 opnaði Verkís starfsstöð á Faxatorgi á Sauðárkróki. Byggingafræðingurinn Magnús Ingvarsson var eini starfsmaðurinn til að byrja með er nú, tæplega þremur árum síðar, eru fimm starfsmenn Verkís með aðstöðu á skrifstofunni og verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt. Fjölgunin hefur farið fram úr björtustu vonum og ljóst að Sauðárkrókur hefur mikið aðdráttarafl. Starfsstöðin á Sauðárkróki heyrir undir útibú Verkís á Norðurlandi sem staðsett er á Akureyri.
Meira

Sjoppan mín á Skagaströnd :: Gunnar Viðar Þórarinsson í léttu spjalli

Frá því var greint á Feyki í sumar að til stæði að breyta þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ í sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB sem lið í stefnu fyrirtækisins að útvíkka þjónustu- og vöruframboð á þeim þjónustustöðvum sem eftir standa. Hafði þetta í för með sér að sjoppan á Skagaströnd lokaði um miðjan september en unnið var að því að finna rekstraraðila sem gæti nýtt húsnæðið sem fyrir var. Í stuttu máli sagt fannst rekstraraðili að öllum sjoppunum þremur og munu þær heita Sjoppan mín í framtíðinni.
Meira

Myrkurgæði – nýsköpun í ferðaþjónustu :: Vísindi og grautur

Fimmtudagurinn 24. nóvember verður haldinn fyrirlestur á netinu í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur – þrjú korter af vísindum, þar sem því er velt upp hvort, og þá hvernig ferðaþjónustan geti nýtt sér myrkurgæði til að skapa nýja ferðavöru.
Meira

Stóllinn kominn á netið

Kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllnum, var dreift í hús á Króknum í vikunni og hægt er að nálgast blaðið á nokkrum útvöldum stöðum í Skagafirði. Nú er búið að skella því á netið og hægt að lesa blaðið eða skoða myndirnar með því að smella á Stólinn hér á forsíðu Feykis.is.
Meira