Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga
Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Þar sem nokkrar lausnir voru ansi nærri réttum texta var ákveðið að hafa aukaúrdrátt úr öllum innsendum lausnum svo vinningar verða fimm í stað fjögurra.
Lausnin er eftirfarandi: Tvö ný sveitarfélög urðu til á Norðurlandi vestra á þessu ári Húnabyggð og Skagafjörður og eru þau alls fimm í dag.
Verðlaunahafar eru í stafrófsröð:
Bjarni Þór Einarsson Hvammstanga
Erla Unnur Sigurðardóttir Sauðárkróki
Fanney Rós Konráðsdóttir Sauðárkróki
Monika og Jens Brandaskarði Skagabyggð
Pétur Helgi Einarsson Kópavogi
Verðlaunabækur:
Stundum verða stökur til - Kveðskapur og frásagnir Hjálmars Jónssonar
Skagfirskar skemmtisögur - Björn Jóhann Björnsson skráði
Líkið er fundið - Sagnasamtíningur af Jökuldal
Guðni - Flói bernsku minnar - Guðjón Ragnar Jónasson
Játning – Ólafur Jóhann Ólafsson
Verðlaunin eru í boði bókaútgáfanna Hólar og Bjartur-Veröld.
Feykir þakkar þátttakendum fyrir innsendar lausnir og vinningshöfum til hamingju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.