Reynir og Bjarni Gaukur menn ársins að mati Valla
Sá sem gerir upp árið 2022 að þessu sinni lenti í þeim hremmingum að þurfa að breyta um nafn á Facebook og geri aðrir betur. Hér erum við að sjálfsögðu að tala um bjartsýnismanninn Valdimar Guðmannsson, áður Valla Blönduósing en nú Valla Húnabyggð, en sennilega er enginn jafn duglegur að hampa því góða sem gert hefur verið við Blöndubakka og næsta nágrenni.
Hver er maður ársins? Þeir eru tveir í mínum huga; Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson. Þeir eru burtfluttir heimamenn og eru búnir að fjárfesta í Hótel Blöndu og fleiri húsum í gamla bænum og stefna á að endurbygga sem mest í upphaflegu útliti í góðu samstarfi við fleiri aðila, Sem sagt; við erum komin með alvöru fjáfesta sem okkur hefur lengi vantað.
Hver var uppgötvun ársins? Fyrir suma virtist það koma á óvart að það væri flugvöllur í Reykjavík en það varð til þess að flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur og aftur til baka þegar Reykjanesbrautin var lokuð.
Hvað var lag ársins? Húnabyggð eftir Guðmann Hjálmarsson. Lít á þetta lag sem héraðssöng hjá okkar frábæra nýja sveitarfélag, i Húnabyggð.
Hvað var broslegast á árinu? Brosi oft að stjórnarandstöðunni og hef gert í rúm fimm ár.
Hvers er eftirminnilegast frá árinu 2022 – eða best? Sameining Húnavatnshrepps og Blönduós er bæði eftirminnilegast og best á árinu 2022.
Varp ársins? Rás 2.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Svona 50% af því sem er í garðhúsinu svo ég geti fundið það sem vantar.
Hvað viltu sjá gerast árið 2023? Fólksfjölgun og mikla uppbyggingu í Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd og Húnaþingi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.